Vilt þú kynnast og skynja hina huldu þjóð Íslands, huludfólkið og álfana sem dvelja í Lystigarðinum á Akureyri.
Eða átt þú landareign sem þig langar að vita meira um, hvar eru hulduheimar ?
Sjá neðar á síðunni
Vitjaðu Vitund Vatnsins
Næsta námskeið er haldið á Bjargi í Borgarnesi, 2. október kl 18:00 - 21:00
Þáttökugjald er 15.000 kr
Allt innifalið :
Samvera, fræðsla, vatnið, penslar, litir, arkir
kaffi, te og ávextir.
Skráning hjá Bryndísi Fjólu Pétursdóttur
[email protected]
Næsta námskeið er haldið á Bjargi í Borgarnesi, 2. október kl 18:00 - 21:00
Þáttökugjald er 15.000 kr
Allt innifalið :
Samvera, fræðsla, vatnið, penslar, litir, arkir
kaffi, te og ávextir.
Skráning hjá Bryndísi Fjólu Pétursdóttur
[email protected]
Vitundin okkar
Nýsköpun
Huldustígs ehf.
Vitund Vatnsins
Vísindaskóli unga fólksins 23. - 27. júní, 2025
Námskeiðið sem Huldustígur tók þátt í :
Að skynja náttúruna
Umsjónakonur :
Huld Hafliðadóttir og Bryndís Fjóla
Að skynja náttúruna
Við ræddum um skynfærin okkar og hvernig við skynjum umhverfið (snertum, hlustum, lyktum) og ræðum um áhrif náttúrunnar á okkur og líðan okkar.
Fórum út í náttúruna, náðum að skynja og ræða upplifun okkar á frumefnum jarðar, jörð, loft, eld og vatn.
Veltum fyrir okkur hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að dvelja úti í náttúrunni og skynja umhverfið okkar ?
Við töluðum um skynfærin okkar og hvernig við skynjum umhverfið.
Hvaða áhrif hefur náttúran á líðan okkar ?
Við ræddum um skynfærin okkar og hvernig við skynjum umhverfið (snertum, hlustum, lyktum) og ræðum um áhrif náttúrunnar á okkur og líðan okkar.
Fórum út í náttúruna, náðum að skynja og ræða upplifun okkar á frumefnum jarðar, jörð, loft, eld og vatn.
Veltum fyrir okkur hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að dvelja úti í náttúrunni og skynja umhverfið okkar ?
Við töluðum um skynfærin okkar og hvernig við skynjum umhverfið.
Hvaða áhrif hefur náttúran á líðan okkar ?
Vitund Vatnsins, er námskeið fyrir alla sem vilja vita meira og læra að treysta skynfærum sínum
Vitund Vatnsins -Listasmiðja og vitundarvakning hvetur okkur til þess að virkja innsæi okkar, ímyndunarafl og sköpunarkraft þegar vatnið sem safnað hefur verið við mismunandi uppsprettur og umhverfi á Íslandi, er lagt fyrir þáttakendur og vatninu gefið tækifæri á að vera vitjað og því leyft að segja sína sögu í gegnum skynfærin okkar. Vitund Vatnsins bíður okkur að finna betur fyrir því að hreina vatnið okkar, sem er viðkvæm auðlind, en sem hefur einnig minni sem áhugavert er að gefa sig að og skoða betur og þannig vekja skynfærin og undrunina sem því fylgir að geta skapað málverk með vatninu sem þannig getur fært okkur upplýsingar um umhverfi þess og sögu - þó að það sé búið að færa það úr náttúrulega umhverfi sínu um langa leið - til þáttakenda. Hreint íslenskt vatn tengir þáttakendur við frumbyggjan, sem blundar í okkur öllum og hann býr yfir sérstæðri þekkingu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Við getum öll sett okkur í spor frumbyggja í einn dag og til framtíðar. Náttúran treystir okkur - ennþá til þess. Náttúran þarf á öllum okkar skynfærum að halda, til þess að vera ekki misskilin.
Frumbyggjar teljast þeir er búa yfir sérstæðri menningu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Þeir eru félagslega, menningarlega og /eða tungumálalega ólíkir meirihluta íbúa í heiminum.
Við erum svo sannarlega ennþá þar. Huldustígur og Bryndís Fjóla samhliða samstarfsfólki sínu, bíður öllum jafnt tækifæri þvert á menningu og tungumál, á að túlka umhverfi sitt, sem mun gefa svæðinu ómetanleg sérstöðu og tækifæri til brautryðjendastarfs á sviði frásagna af landi og þjóð.
Frumbyggjar teljast þeir er búa yfir sérstæðri menningu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Þeir eru félagslega, menningarlega og /eða tungumálalega ólíkir meirihluta íbúa í heiminum.
Við erum svo sannarlega ennþá þar. Huldustígur og Bryndís Fjóla samhliða samstarfsfólki sínu, bíður öllum jafnt tækifæri þvert á menningu og tungumál, á að túlka umhverfi sitt, sem mun gefa svæðinu ómetanleg sérstöðu og tækifæri til brautryðjendastarfs á sviði frásagna af landi og þjóð.
Umsagnir þáttakenda :
Carmina, a journalist for National Geographic from Spain, frá vinnustofu í Reykjavík 2025.
I had a brand new experience connecting with water ! This experience was different, having the chance to "hold" the water in my hands and feeling embraced by it first received a straight feeling from the water (feeling dizzy within a spiral movement when holding the first bottle; feeling rooted and flourished when holding the second one). However, I could identify myself feeling nervous and wondering if I was approaching the experience the right way: it was my mind trying to trick the connection I was already having with the water. It was beautiful to notice that intuition was already right at first reaction because intuition is already inside of us. I feel more humble, thankful and open hearted after this experience with the water and I was moved by the fact that water is claiming its identity. I'm still reflecting on this profound concept and right that water has."
Umsögn frá Þórunni Björnsdóttir Bacon, frá vinnustofu í London 2024.
Að vinna með vatn opnaði fyrir mér nýja vídd í tengingu minni við náttúruna. Það að eitthvað eins hversdagslegt og vatn beri með sér minningar, tilfinningar og náttúruvætti jók skilning minn og innsæi á að hver einasti hluti af náttúrunni skiptir máli. Ég koma af námskeiðinu með dýpra innsæi og skynjun á náttúrunni og nátturuvættunum sem búa í henni.
I had a brand new experience connecting with water ! This experience was different, having the chance to "hold" the water in my hands and feeling embraced by it first received a straight feeling from the water (feeling dizzy within a spiral movement when holding the first bottle; feeling rooted and flourished when holding the second one). However, I could identify myself feeling nervous and wondering if I was approaching the experience the right way: it was my mind trying to trick the connection I was already having with the water. It was beautiful to notice that intuition was already right at first reaction because intuition is already inside of us. I feel more humble, thankful and open hearted after this experience with the water and I was moved by the fact that water is claiming its identity. I'm still reflecting on this profound concept and right that water has."
Umsögn frá Þórunni Björnsdóttir Bacon, frá vinnustofu í London 2024.
Að vinna með vatn opnaði fyrir mér nýja vídd í tengingu minni við náttúruna. Það að eitthvað eins hversdagslegt og vatn beri með sér minningar, tilfinningar og náttúruvætti jók skilning minn og innsæi á að hver einasti hluti af náttúrunni skiptir máli. Ég koma af námskeiðinu með dýpra innsæi og skynjun á náttúrunni og nátturuvættunum sem búa í henni.
Umsögn frá Mirjam Blekkenhorst frá Ytra Lóni, vinnustofan fór fram í Borgarnesi 2025.
Þegar ég sá Bryndísi auglýsa námskeiðið sitt ; Vitund vatnsins og lestur í álfa og huldubyggð, var ég mjög
spennt að fá að læra meira af henni.
Námskeiðið fór fram úr öllum væntingum, að finna hvernig ég tengdist vatninu sem hún lagði fyrir okkur,
og sjá hvernig innsæið mitt, og hina á námskeiðinu, gátu lesið í vatnið var stórkostleg upplífun.
Í dag ber ég enn meiri virðingu fyrir vatnið í kringum mig og almennt. Sá lífsgjafi sem það er og það er
okkar að varðveita og standa vörð um að vel sé farið með það. Af virðingu og þakklæti.
lick here to edit.
Þegar ég sá Bryndísi auglýsa námskeiðið sitt ; Vitund vatnsins og lestur í álfa og huldubyggð, var ég mjög
spennt að fá að læra meira af henni.
Námskeiðið fór fram úr öllum væntingum, að finna hvernig ég tengdist vatninu sem hún lagði fyrir okkur,
og sjá hvernig innsæið mitt, og hina á námskeiðinu, gátu lesið í vatnið var stórkostleg upplífun.
Í dag ber ég enn meiri virðingu fyrir vatnið í kringum mig og almennt. Sá lífsgjafi sem það er og það er
okkar að varðveita og standa vörð um að vel sé farið með það. Af virðingu og þakklæti.
lick here to edit.
Angan Álfheima
|
Bókaðu þig í gönguferð með leiðsögn hér
Huldustígur
Kortið er tákn um þakklæti mitt fyrir tilvist þeirra
|
Lystigarðurinn á Akureyri er dásamlegt sýnishorn af náttúru Íslands í sinni fallegustu mynd. Huldustígur í Lystigarðinum sýnir okkur að náttúran iðar af lífi í mörgum víddum og óteljandi myndum. Íslendingar eins og aðrir frumbyggjar í heiminum tala ennþá um náttúruvætti eins og álfa, huldufólk hafmeyjur, dreka og tröll í nútíð. Þó að fæst okkar hafi séð álfa eða huldufólk þá þekkjum við flest einhvern sem hefur upplifað, fundið fyrir þeim eða séð þau. Lang oftast eru sögur af álfum og huldufólki tengdar hjálpsemi þeirra við okkur, og hafa þau marg oft bjargað mannslífum bæði til sjós og lands. Huldu og álfabyggðir er að finna út um allt Ísland, en tilgangur Huldustígs í Lystigarðinum er að bjóða fólki í þéttbýli að endurnýja kynni sín við huldufólkið og álfana á öruggum og aðgengilegum stað með leiðsögn og minna okkur um leið á að álfar og huldufólk líkt og við, biðja um að heimili þeirra séu virt og að við göngum um byggðir þeirra með virðingu í huga. Það er ósk mín með verkefninu Huldustíg, að þið sem gangið um stíginn getið dýpkað skilning ykkar á “Móður Jörð“ og að þið finnið hamingju tilfinninguna sem er að finna í náttúrunni, sem gefur okkur lífsfyllingu og kraft til góðra verka. Miklu máli skiptir að við finnum betur fyrir því að við erum öll ein heild. |
Bryndís Fjóla Pétursdóttir, garðyrkjufræðingur og Völva.
Hún er stofnandi og eigandi Huldustígs ehf. Bryndís Fjóla stýrir öllum verkefnum sínum frá Akureyri, með áherslu á fræðslu og almenna þekkingu um hin óáþreifanlega menningararf sem tengist huldufólki, álfum, tröllum, hafmeyjum og drekum. Hún heldur erindi og leiðir samstarfs- og alþjóðleg verkefni og vinnustofur fyrir skóla, sjálfseignarstofnanir um land allt og erlendis. |
HUGLEIÐING
Finndu þér kyrrlátan stað, þar sem hljómur náttúrunnar gefur þér tóna og von. Sestu þar og horfðu inn á við, hlustaðu eftir himins- og jarðar tónum, finndu taktslög lífs og jarðar. Finndu að landið, himininn , þú , ég og við öll erum eitt. Finndu hljóm sköpunarinnar gagntaka þig og finndu að sá er skapaði allt þetta er nálægur.
Erla Stefánsdóttir
hulidsheimar.is
Kortið af Huldustíg má finna sem upplýsingaskilti á Jónshúsi við suður inngang Lystigarðsins
Þar getur þú séð hvar Huldustígur liggur um garðinn.
Þar getur þú séð hvar Huldustígur liggur um garðinn.
Teikningar eftir Rakel Hinriks
Hér eru rúnir sem eru bæði að finna á Huldustígskortinu og í Lystigarðinum þar sem huldufólkið dvelur, rún huldukonunnar Lovísu, huldumannsins og bóndans Heimis og huldukonunnar Piu.
Vörur
Sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu
Kort af HuldustígHuldustígs kortið er prentað á 100% lífrænt hör efni, timbrið sem styður kortið er handunnið úr íslenskri ösp að austan. Kortið kemur í fallegum sérsaumuðum poka sem einnig er úr 100 % lífrænu hör. Kortið er nytsamlegt, gefur þér góða yfirsýn og leiðir þig að bústöðum huludfólksins og álfana í Lystigarðinum á Akureyri. Það nýtist þeim sem óska að ganga um garðinn á sínum tíma og kanna hvar búsvæði huldufólksins og álfanna er að finna.
Huldustígur gerir upplifunina í garðinum eftirminnilega og að ævintýralegri heimsókn, með sterka tengingu við menningararf Íslendinga. Með kortinu eignast þú einnig fallega íslenska hönnun í formi dúks eða viskastykkis, sem minnir þig á einstaka upplifun og hinar ríkulegu gjafir móður jarðar. Huldufólkið og álfarnir hafa alltaf viljað lifa í sátt og samlyndi á meðal okkar og hafa deilt með okkur dýrmætu vistkerfi jarðar. Kynslóð fram af kynslóð höfum við sagt frá því hvernig við tengjumst saman í náttúrunni. Huldufólk hefur í aldanna rás bjargað mörgum mannslífum á sjó og á landi. Það hefur kennt okkur að umgangast dýrmætar náttúruauðlindir okkar og nú vill það kenna okkur meira um jafnvægi í náttúrunni. Huldustígur er tákn um þakklæti mitt fyrir tilvist þeirra. Verð með poka 13.500 kr.
Kortið af Huldustíg verður einnig til sölu í LYST - kaffihús í Lystigarðinum
og eftir samkomulagi hjá Bryndísi Fjólu í garðinum. |
Viskastykkin
Hægt er að versla tvær gerðir af viskastykkjum. önnur gerðin er með teikningu af huldukonunni Piu og hin gerð er yfirlitskort af Huldustíg þar sem teikningar af huludkonunni Piu, Lovísu og huldumanninum Heimi prýða viskastykkið.
Við Huldustíg í Lystigarðinum á Akureyri býr fallega huldukonan Pía. Teikning af henni er prentuð á 100 % lífrænt hör. Hör þetta er einstaklega rakadrægt og hefur hlotið einróma lof við uppvaskið. Pía er tákn heilunar og þakklætis, hún gefur frá sér heilandi lífsorku sem við getum sameinast um að njóta. Hún býður þér að tengjast orku sviðinu hennar og njóta þess að finna töfra náttúrunnar. Hún er hluti af samfélagi huldufólks á Íslandi en huldufólkið á Íslandi hefur alltaf viljað lifað í sátt og samlyndi meðal okkar og deilt með okkur dýrmætu vistkerfi jarðar. Kynslóð fram af kynslóð höfum við Íslendingar sagt frá því hvernig við tengjumst saman í náttúrunni. Huldufólk hefur í aldanna rás bjargað mörgum mannslífum á sjó og á landi. Huldufólkið hefur kennt okkur að umgangast dýrmætar náttúruauðlindir okkar og nú vill það kenna okkur meira um jafnvægi í náttúrunni. Huldustígur - viskastykkið er tákn um þakklæti mitt fyrir tilvist þeirra. Verð: 4.990 kr. |
|
|
Hafðu samband vegna frekari upplýsingar, um vörur eða hafir þú óskir um sérsniðnar gönguferðir með leiðsögn um Huldustíg, fyrir minni eða stærri hópa á öðrum tímum, með því að fylla út í formið hér, senda tölvupóst eða hringja.
Netfang: [email protected] Sími: 897 0670 |
Staðsetning
Lystigarðurinn á Akureyri
Eyrarlandsstofa 600 Akureyri
Eyrarlandsstofa 600 Akureyri
Huldustígur
|
Lystigarðinum á Akureyri
Eyrarlandsstofa 600 Akureyri |
Fyrir þá sem vilja styrkja verkefnið með frjálsum framlögum:
0567-14-601626 2206704069 |


















