Vilt þú kynnast hinni huldu þjóð Íslands, í Lystigarðinum á Akureyri
Gönguferð með leiðsögn hefst við Jónshús við syðri innganginn í Lystigarðinum. Gönguferðin er rúmlega klukkutíma löng með leiðsögn garðyrkjufræðings og Völvu Bryndísi Fjólu Pétursdóttur
Í göngunni er gengið hægum skrefum um garðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum fyrir hvað þau standa og hver þeirra saga er. Staldrað er við hjá hverju og einu þeirra og þér gefin kostur á að finna fyrir nærveru þeirra. Bryndís Fjóla segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna. Í göngunni kynnumst áhrifavöldum í sögunni okkar, sem hafa í gegnum aldirnar verið okkur samferða og eru í dag hluti af því þegar við heillumst heilshugar af náttúrunni og finnum fyrir gleðinni, sköpum sögur og finnum fyrir ástinni og kjarkinum sem náttúran færir okkur. Gott er að staldra við í þögn og finna að þú ert barn náttúrunnar. Tími og verð Brottför flesta daga ársins og tímin er yfirleitt kl 17:00 en vel hægt að semja um annan tíma. Ekki er nauðsynlegt er að skrá sig með því að ganga frá greiðslu hér á síðunni. Velkomið er að hafa beint samband við Bryndísi Fjólu á netfangið [email protected] og eiga samtal og vangaveltur um gönguferð með leiðsögn eða viðburð sem óskað er eftir og þá verð yfir þá þjónustu. Staðsetning: Lystigarðurinn á Akureyri, við Jónshús Upplýsingar í síma 8970670 Verð: 6.000 kr. fyrir manninn. Í blönduðum hóp er hámark 15 manns. Verð á einkaferð: Minnst 10 manns / lágmarks verð 60.000 kr. 15 ára og yngri borga ekki aðgang að ferðinni, í fylgd með fullorðnum. Sendið Huldustíg endilega fyrirspurn, ef óskað er eftir sérsniðnum ferðum fyrir einstaklinga eða minni hópa. Taka skal fram ef áherslan er lögð á hugleiðslu fyrir einstaklinga eða hópa. |
Bókaðu þig í gönguferð með leiðsögn hér
Huldustígur
Kortið er tákn um þakklæti mitt fyrir tilvist þeirra
Lystigarðurinn á Akureyri er dásamlegt sýnishorn af náttúru Íslands í sinni fallegustu mynd. Huldustígur í Lystigarðinum sýnir okkur að náttúran iðar af lífi í mörgum víddum og óteljandi myndum. Íslendingar eins og aðrir frumbyggjar í heiminum tala ennþá um náttúruvætti eins og álfa, huldufólk hafmeyjur, dreka og tröll í nútíð. Þó að fæst okkar hafi séð álfa eða huldufólk þá þekkjum við flest einhvern sem hefur upplifað, fundið fyrir þeim eða séð þau. Lang oftast eru sögur af álfum og huldufólki tengdar hjálpsemi þeirra við okkur, og hafa þau marg oft bjargað mannslífum bæði til sjós og lands. Huldu og álfabyggðir er að finna út um allt Ísland, en tilgangur Huldustígs í Lystigarðinum er að bjóða fólki í þéttbýli að endurnýja kynni sín við huldufólkið og álfana á öruggum og aðgengilegum stað með leiðsögn og minna okkur um leið á að álfar og huldufólk líkt og við, biðja um að heimili þeirra séu virt og að við göngum um byggðir þeirra með virðingu í huga. Það er ósk mín með verkefninu Huldustíg, að þið sem gangið um stíginn getið dýpkað skilning ykkar á “Móður Jörð“ og að þið finnið hamingju tilfinninguna sem er að finna í náttúrunni, sem gefur okkur lífsfyllingu og kraft til góðra verka. Miklu máli skiptir að við finnum betur fyrir því að við erum öll ein heild. |
Bryndís Fjóla Pétursdóttir, garðyrkjufræðingur og Völva.
Hún er stofnandi og eigandi Huldustígs ehf. Bryndís Fjóla stýrir öllum verkefnum sínum frá Akureyri, með áherslu á fræðslu og almenna þekkingu um hin óáþreifanlega menningararf sem tengist huldufólki, álfum, tröllum, hafmeyjum og drekum. Hún heldur erindi og leiðir samstarfs- og alþjóðleg verkefni og vinnustofur fyrir skóla, sjálfseignarstofnanir um land allt og erlendis. |
HUGLEIÐING
Finndu þér kyrrlátan stað, þar sem hljómur náttúrunnar gefur þér tóna og von. Sestu þar og horfðu inn á við, hlustaðu eftir himins- og jarðar tónum, finndu taktslög lífs og jarðar. Finndu að landið, himininn , þú , ég og við öll erum eitt. Finndu hljóm sköpunarinnar gagntaka þig og finndu að sá er skapaði allt þetta er nálægur.
Erla Stefánsdóttir
hulidsheimar.is
Kortið af Huldustíg má finna sem upplýsingaskilti á Jónshúsi við suður inngang Lystigarðsins
Þar getur þú séð hvar Huldustígur liggur um garðinn.
Þar getur þú séð hvar Huldustígur liggur um garðinn.
Teikningar eftir Rakel Hinriks
Hér eru rúnir sem eru bæði að finna á Huldustígskortinu og í Lystigarðinum þar sem huldufólkið dvelur, rún huldukonunnar Lovísu, huldumannsins og bóndans Heimis og huldukonunnar Piu.
Vörur
Sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu
Kort af HuldustígHuldustígs kortið er prentað á 100% lífrænt hör efni, timbrið sem styður kortið er handunnið úr íslenskri ösp að austan. Kortið kemur í fallegum sérsaumuðum poka sem einnig er úr 100 % lífrænu hör. Kortið er nytsamlegt, gefur þér góða yfirsýn og leiðir þig að bústöðum huludfólksins og álfana í Lystigarðinum á Akureyri. Það nýtist þeim sem óska að ganga um garðinn á sínum tíma og kanna hvar búsvæði huldufólksins og álfanna er að finna.
Huldustígur gerir upplifunina í garðinum eftirminnilega og að ævintýralegri heimsókn, með sterka tengingu við menningararf Íslendinga. Með kortinu eignast þú einnig fallega íslenska hönnun í formi dúks eða viskastykkis, sem minnir þig á einstaka upplifun og hinar ríkulegu gjafir móður jarðar. Huldufólkið og álfarnir hafa alltaf viljað lifa í sátt og samlyndi á meðal okkar og hafa deilt með okkur dýrmætu vistkerfi jarðar. Kynslóð fram af kynslóð höfum við sagt frá því hvernig við tengjumst saman í náttúrunni. Huldufólk hefur í aldanna rás bjargað mörgum mannslífum á sjó og á landi. Það hefur kennt okkur að umgangast dýrmætar náttúruauðlindir okkar og nú vill það kenna okkur meira um jafnvægi í náttúrunni. Huldustígur er tákn um þakklæti mitt fyrir tilvist þeirra. Verð með poka 13.500 kr.
Kortið af Huldustíg verður einnig til sölu í LYST - kaffihús í Lystigarðinum
og eftir samkomulagi hjá Bryndísi Fjólu í garðinum. |
Viskastykkin
Hægt er að versla tvær gerðir af viskastykkjum. önnur gerðin er með teikningu af huldukonunni Piu og hin gerð er yfirlitskort af Huldustíg þar sem teikningar af huludkonunni Piu, Lovísu og huldumanninum Heimi prýða viskastykkið.
Við Huldustíg í Lystigarðinum á Akureyri býr fallega huldukonan Pía. Teikning af henni er prentuð á 100 % lífrænt hör. Hör þetta er einstaklega rakadrægt og hefur hlotið einróma lof við uppvaskið. Pía er tákn heilunar og þakklætis, hún gefur frá sér heilandi lífsorku sem við getum sameinast um að njóta. Hún býður þér að tengjast orku sviðinu hennar og njóta þess að finna töfra náttúrunnar. Hún er hluti af samfélagi huldufólks á Íslandi en huldufólkið á Íslandi hefur alltaf viljað lifað í sátt og samlyndi meðal okkar og deilt með okkur dýrmætu vistkerfi jarðar. Kynslóð fram af kynslóð höfum við Íslendingar sagt frá því hvernig við tengjumst saman í náttúrunni. Huldufólk hefur í aldanna rás bjargað mörgum mannslífum á sjó og á landi. Huldufólkið hefur kennt okkur að umgangast dýrmætar náttúruauðlindir okkar og nú vill það kenna okkur meira um jafnvægi í náttúrunni. Huldustígur - viskastykkið er tákn um þakklæti mitt fyrir tilvist þeirra. Verð: 4.990 kr. |
|
Hafðu samband vegna frekari upplýsingar, um vörur eða hafir þú óskir um sérsniðnar gönguferðir með leiðsögn um Huldustíg, fyrir minni eða stærri hópa á öðrum tímum, með því að fylla út í formið hér, senda tölvupóst eða hringja.
Netfang: [email protected] Sími: 897 0670 |
Staðsetning
Lystigarðurinn á Akureyri
Eyrarlandsstofa 600 Akureyri
Eyrarlandsstofa 600 Akureyri
Huldustígur
Lystigarðinum á Akureyri
Eyrarlandsstofa 600 Akureyri |
Fyrir þá sem vilja styrkja verkefnið með frjálsum framlögum:
0567-14-601626 2206704069 |