Texti frá heimasíðu íslenska sendiráðinu í London vegna viðburðar 30.janúar 2025.
Við þökkum myndlistakonunni Ingu Lísu Middleton, og garðyrkjufræðingnum og miðlinum Bryndísi Fjólu Pétursdóttir fyrir stórkostlegan viðburð í Sendiráðinu í gær. Inga Lísa og Bryndís Fjóla fluttu mjög áhugaverðan fyrirlestur, og svöruðu spurningum gesta, um íslenska þjóðsagnahefð, álfa, tröll og huldufólk, og áhrif hennar á íslenska menningu, listir, og tengsl þjóðarinnar við náttúru landsins. Samhliða því samtali opnaði Inga Lísa einnig sýningu á nýjum verkum sínum í sal Sendiráðsins sem sýna íslenska fossa. - The Embassy hosted visual artist Inga Lísa Middleton and horticulturalist and seer Bryndís Fjóla Pétursdóttir yesterday for a conversation about Icelandic folklore, elves, hidden people and trolls, and their lasting impact on Icelandic culture, arts and connection to nature. Their presentation, and conversation with the event‘s attendees, provided a unique view of Icelandic cultural heritage and contemporary culture through the lens of folktales and enduring belief in the power of the natural world. Alongside their talk, Inga Lísa opened an exhibition in the Embassy of her latest works, cyanotype prints of Icelandic waterfalls.
|