Bryndís Fjóla Pétursdóttir og Katrín Jónsdóttir voru með áhugaverðan fyrirlestur föstudaginn 4.október 2024 fyrir íbúana á Hlíð og aðra áhugasama um heimildir um álfa og huldufólk á Akureyri. Þar sögðu þær frá heimildum sem safnað hefur verið í Lystigarði Akureyrar með verkefninu Huldustígur og heimildum sem Erla Stefánsdóttir sjáandi skildi eftir sig um huliðsheima Akureyrar. Þær báðu íbúana á Hlíð að skrá niður frásagnir um reynslu þeirra af kynnum við álfa og huldufólk og setja þennan fína kassa en hann verður hafður á Hlíð næsta mánuðinn. Húsfyllir var á dagskránni. Kærar þakkir öll fyrir komuna!