Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Huldustígur ehf. stóðu fyrir Hátíð drekans við Skjálfandafljót sem haldin var í góðu veðri þann 18. júlí síðastliðinn, nánar tiltekið í Kvenfélagsbollanum vestan fljótsins við Goðafoss. AkureyrarAkademian og Þingeyjarsveit styrktu verkefnið og erum við þakklát fyrir þann stuðning.
Hátíð drekans hefur ekki verið haldin áður hér á Íslandi en í Kína er trú á drekann mikil og tilvera hans fléttast inn í menningu landsins langt aftur í aldir. Drekinn er einn af skráðu landvættum Íslands og á sér einnig langa og merkilega sögu hér á landi.
Nú stendur yfir ár drekans samkvæmt kínversku tímatali og því þótti upplagt að heiðra drekann við fljót eða vatn og varð Skjálfandafljót fyrir valinu.
Viðburðurinn stóð frá kl 14.00 - 15.30 og fóru gestir og viðburðahaldarar alsælir heim ...tilbúnir að finna sinn eigin dreka í næstu heimsókn að vatni, fljóti eða jökli. Við þökkum gestum kærlega fyrir þátttökuna.
Nánar um viðburðinn:
Til máls tóku Bryndís Fjóla Pétursdóttir völva, en hún leiddi gesti inn í heima drekans, hvatti gesti til að opna fyrir ímyndunaraflið og sagði frá þeim víddum þar sem hægt er að finna orku drekans.
Næstur tók til máls Jón Friðrik Benónýsson, Brói, en hann sagði frá sögu drekans sem landvætti sem endaði sem einn hinna fjögurra landvætta á skjaldarmerki Íslands.
Þorgerður Anna Björnsdóttir sagði frá tengingu drekans við menningu Kína og las síðar kínverska þjóðsögu um drekana fjóra sem urðu að stórfljótum Kína.
Helga Erlingsdóttir, fræðikona, talaði sem íbúi við fljótið og kvenfélagskona, hvernig samgöngur og mannvirki í kringum fljótið hafa þróast og hver hafi staðið fyrir framkvæmdum á göngustígum sem nú prýða umhverfi Goðafoss og milljónir ferðamanna hafa nýtt sér síðastliðin ár.
Rakel Hinriksdottir, listakona og formaður SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, var listakona viðburðarins og skapaði dreka sem var svo málaður af gestum hátíðarinnar, með vatnslitamálningu þar sem málað var með vatni sem sótt var úr sjálfu Skjálfandafljótinu, þannig að orka drekans skilaði sér inn í listaverkið. Rakel til aðstoðar var Björk Nóadóttir.
Þorgerður Anna kynnti temenningu og bauð gestum að dreypa á tei frá Kína.
Ljósmyndir: Kristjan H Kristjansson og Þorgerður Anna Björnsdóttir
Hátíð drekans hefur ekki verið haldin áður hér á Íslandi en í Kína er trú á drekann mikil og tilvera hans fléttast inn í menningu landsins langt aftur í aldir. Drekinn er einn af skráðu landvættum Íslands og á sér einnig langa og merkilega sögu hér á landi.
Nú stendur yfir ár drekans samkvæmt kínversku tímatali og því þótti upplagt að heiðra drekann við fljót eða vatn og varð Skjálfandafljót fyrir valinu.
Viðburðurinn stóð frá kl 14.00 - 15.30 og fóru gestir og viðburðahaldarar alsælir heim ...tilbúnir að finna sinn eigin dreka í næstu heimsókn að vatni, fljóti eða jökli. Við þökkum gestum kærlega fyrir þátttökuna.
Nánar um viðburðinn:
Til máls tóku Bryndís Fjóla Pétursdóttir völva, en hún leiddi gesti inn í heima drekans, hvatti gesti til að opna fyrir ímyndunaraflið og sagði frá þeim víddum þar sem hægt er að finna orku drekans.
Næstur tók til máls Jón Friðrik Benónýsson, Brói, en hann sagði frá sögu drekans sem landvætti sem endaði sem einn hinna fjögurra landvætta á skjaldarmerki Íslands.
Þorgerður Anna Björnsdóttir sagði frá tengingu drekans við menningu Kína og las síðar kínverska þjóðsögu um drekana fjóra sem urðu að stórfljótum Kína.
Helga Erlingsdóttir, fræðikona, talaði sem íbúi við fljótið og kvenfélagskona, hvernig samgöngur og mannvirki í kringum fljótið hafa þróast og hver hafi staðið fyrir framkvæmdum á göngustígum sem nú prýða umhverfi Goðafoss og milljónir ferðamanna hafa nýtt sér síðastliðin ár.
Rakel Hinriksdottir, listakona og formaður SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, var listakona viðburðarins og skapaði dreka sem var svo málaður af gestum hátíðarinnar, með vatnslitamálningu þar sem málað var með vatni sem sótt var úr sjálfu Skjálfandafljótinu, þannig að orka drekans skilaði sér inn í listaverkið. Rakel til aðstoðar var Björk Nóadóttir.
Þorgerður Anna kynnti temenningu og bauð gestum að dreypa á tei frá Kína.
Ljósmyndir: Kristjan H Kristjansson og Þorgerður Anna Björnsdóttir